Íslenskuhornið
  • Einkakennsla
    • Fyrir útlendinga
  • Prófarkalestur
  • Tenglar
  • Um mig
  • Hafðu samband
  • English
    • Private Tutoring
    • Resources
    • About Me
    • Contact Me

Um mig

Ég heiti Hólmfríður Gestsdóttir og á og rek Íslenskuhornið og hef gert það frá árinu 2012. Velkomin(n) í heimsókn!

Ég er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands. Ég hef kennt íslensku frá árinu 2008, eða í að verða 13 ár. 
​
Í frístundum finnst mér skemmtilegt að elda og borða góðan mat, enda óforbetranlegur sælkeri. Ég hef líka áhuga á heilsusamlegum lífsstíl og stunda jóga reglulega.  Ég er með óslökkvandi áhuga á tungumálum og einn af draumum mínum er að koma mér fyrir í fallegum frönskum bæ til að rifja upp frönskuna, sleikja sólina og njóta lífsins! 

Ég er gift og á tvær dætur. Hér á myndinni má sjá mig ásamt fjölskyldunni minni í sumarfríinu Covid sumarið 2020 á Rauðasandi á Vestfjörðum. Þar var notalegt að vera!
Picture

Forsíða

Smelltu hér til að komast á íslensku forsíðu Íslenskuhornsins.

Prófarkalestur

Ef þig vantar vandaðan prófarkalestur, smelltu hér.

Íslenskuaðstoð

Vantar þig eða barnið þitt aðstoð við íslenskunám? Smelltu hér.

Hafðu samband

Smelltu hér til að hafa samband og/eða panta tíma.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.