Einkakennsla fyrir íslenskumælandiMargir finna fyrir vanmáttarkennd þegar kemur að því að tjá sig á rituðu máli og finnst þeir ekki hafa það sem til þarf til að geta skrifað góðan texta. Sem betur fer eru þetta ekki geimvísindi, heldur frekar spurning um að kennarinn setji gildandi málfræði- og stafsetningarreglur fram á skýran hátt og mæti nemendum þar sem þeir eru staddir.
Þarna kemur einkakennsla sterk inn. Nemandinn fær alla athygli kennarans. Hægt er að taka fullt tillit til þess getustigs sem viðkomandi er á og nota þær námsaðferðir sem nýtast honum eða henni best - ekki með þarfir stórs hóps ólíkra nemenda í huga. Ég tek að mér að kenna þeim sem þurfa að styrkja sig í íslenskunámi, bæði grunnskólanemendum og framhaldsskólanemendum. Einu gildir hvort þeir hafa íslensku að móðurmáli eða ekki. (Til að fá upplýsingar um einkakennslu fyrir útlendinga, smelltu hér.) Ég get aðstoðað nemendur í tengslum við stafsetningu, málfræði, textaskrif og orðaforða. Ef þig vantar aðstoð fyrir þig sjálfa(n) eða barnið þitt, tek ég fagnandi á móti þér. Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega hafðu þá samband við mig. |
Meðmæli:
Hólmfríður hefur verið íslenskukennarinn minn síðustu mánuðina. Hún hefur hjálpað mér að skilja skólaverkefni betur og útskýrt þau. Hólmfríður hjálpaði mér með ritgerðir, próf og allskonar skóladæmi. Ég fékk betri einkunnir og skildi námsefnið miklu meira og betur. Ég hlakkaði alltaf til þess að fá aðstoð hennar vegna þess að hún er svo orkumikil og kennir afar vel. Emil, 14 ára. |
|
Um migUm eiganda Íslenskuhornsins.
|
PrófarkalesturEf þig vantar vandaðan prófarkalestur, smelltu hér.
|
Fyrir útlendingaVantar þig íslenskukennara fyrir maka, vin eða samstarfsfélaga? Smelltu hér.
|
Hafðu sambandSmelltu hér til að hafa samband og/eða panta tíma.
|