Einkakennsla í íslensku fyrir útlendingaMargir nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa á einhverjum tímapunkti stuðning við nám sitt sem ekki fæst við kennslu stórra hópa. Þeir sem eiga maka, vin eða samstarfsfélaga sem er að læra íslensku, eru oft í vandræðum með það hvernig best er að styðja við nám viðkomandi. Á að leiðrétta, hvetja fólk til að tala eða leyfa því að gera hlutina á sínum hraða? Hvernig er best að hjálpa til við að byggja upp sjálfstraust nemandans til að takast á við að tala nýtt tungumál? Svo eru það allar spurningarnar sem mörgum reynist þrautin þyngri að svara. Með aðstoð þrautreynds kennara eru þessi atriði ekki vandamál.
Ég tek að mér kennslu einstaklinga, para eða lítilla hópa. Þá hef ég einnig tekið að mér kennslu á vinnustöðum. Ég hef kennt íslensku fyrir útlendinga frá árinu 2008. Ég hef kennt fólki á öllum stigum námsins, frá algerum byrjendum upp í stig 5. Ég hef kennt einstaklingum frá öllum heimshornum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og menntun. Hægt er að koma til mín, hittast í heimahúsi eða á vinnustað. Einnig er hægt að læra íslensku á netinu í gegnum Zoom eða Teams. Kostir einkakennslu eru að hægt er að sinna þörfum hvers og eins mun betur en hægt er í stærri hópi. Einkakennsla hentar sérstaklega vel þeim sem þurfa annað hvort styttri eða lengri tíma til náms en gerist og gengur eða vilja fá þjónustu sem er sérsniðin að þeirra þörfum, til dæmis til að geta talað íslensku við viðskiptavini og samstarfsfólk á vinnustað. Meðmæli frá nemendum:
Francesca Wallace, frá Ítalíu (nemandi á stigi 2): Ég mæli eindregið með Hófí sem kennara þar sem ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera nemandi hennar á meðan Covid tímabilinu árið 2020 stóð (sem var alls ekki auðveldur tími). Hófí er mjög þolinmóð og skipulögð. Hún byggir upp hvetjandi samband við nemendur sína. Hæfileikar hennar til að tengjast öðrum og við að útskýra einföld atriði, jafnvel í gegnum tölvu, eru einstakir. Hún hefur sterkt frumkvæði og jákvætt viðhorf sem er mikilvægt fyrir kennara sem kennir íslensku, sem enn og aftur er ekki sjálfgefið. Ég mæli með Hófí af því að hún hefur áhuga á því að hlusta á nemendur sína, vegna framkomu hennar og viðhorfa. Ég vonast svo sannarlega til þess að hún kenni mér á næsta námskeiði. Stella Anton, frá Grikklandi (nemandi á stigi 4): Hófí er hvetjandi og skemmtilegur kennari! Hún finnur spennandi leiðir til að gera kennslutíma grípandi og áhugaverðan og hvetur nemendur til að spjalla og nota tungumálið, því efnin eru svo athyglisverð. Hún er líka mjög góð í að kynna íslenska sögu og menningu fyrir nemendum á skemmtilegan hátt, svo maður vill raunverulega verða hluti af samfélaginu. Ég sakna þess að vera nemandi hennar! Ferenc Ordina, frá Ungverjalandi (einkanemandi): Hófi er mjög hæfileikaríkur kennari! Hún er mjög hjálpsöm og hún reynir líka að nálgast hvert viðfangsefni frá mörgum sjónarhornum. Hún er alltaf reiðubúin til að breyta aðferðum sínum, þannig að þær henti öllum einstaklingum. Það er svo skemmtilegt að vinna með henni! Ég get bara mælt með henni! Smelltu hér til að panta tíma eða senda mér fyrirspurn um þjónustu mína. Ég hlakka til að heyra frá þér! |