Góðar heimasíður fyrir útlendinga sem eru að læra íslensku
Frá Árnastofnun:
- Málið.is Allt um íslensk orð. Orðabækur, beygingar og fleira.
- BIN: Beygingarlýsing íslensks nútímamáls - Árnastofnun Fyrir alla sem vilja læra beygingar í íslensku. Skoðið öll íslensk orð og sjáið hvernig við beygjum þau.
- Íslensk nútímamálsorðabók frá Árnastofnun
Orðabækur:
- Glosbe orðabókin - eins og Google Translate, bara betra!
- Digicoll - íslensk-ensk orðabók. Það þarf ekki íslenskt lyklaborð.
- Netorðabókin Islex, fyrir Norðurlandabúa (sem tala dönsku, sænsku, norsku og færeysku). Hér er líka hægt að hlusta á orðin.
- Google Translate
- Snara.is Margar orðabækur á netinu (þær kosta)
- Dict.cc - þýsk orðabók á netinu með mörgum tungumálum, þar með talið íslensku.
Tungumálatorg.is
Hér er til dæmis..
- Íslenska fyrir alla, bækur 1-4 með hljóði og fleira.
- Klaki: Orðalistar á ensku og frönsku, beygingar orða og fleira.
- Íslenska fyrir útlendinga ýmsar upplýsingar á Tungumálatorgi
- Viltu læra íslensku? Myndbönd á íslensku um daglegt líf. Frábært ef fólk vantar orðaforða eða æfingu í að hlusta á íslensku. Hér er textinn með þessum myndböndum.
- Sjálfsmat fyrir þá sem eru að hugsa um hvaða námskeið er best að fara í.
- Velkomin - upplýsingar fyrir skóla og foreldra barna sem tala íslensku sem annað tungumál
- Katla - er fyrir börn, en fullorðnir geta líka notað hana til að læra íslensku.
Öpp til að læra íslensku:
- LingQ
- Label Icelandic
- Drops Icelandic
- Bara tala
- Flexura - app til að læra nafnorð, sagnorð og tölur.
Ýmsar gagnlegar síður:
- Kennsluvefurinn Bragi. Margt gott er að finna þarna. Skipulagið er reyndar í steik en með smá þolinmæði má finna ýmislegt gagnlegt.
- Litli málfræðingurinn - frí bók á netinu um íslenska málfræði. Smellið á myndina af bókaorminum.
- Lærum íslensku á Digital Dialects. Ýmsir leikir fyrir byrjendur.
- Icelandic online Gagnvirkur vefur fyrir íslenskunemendur. (það kostar reyndar að skrá sig)
- Stoðkennarinn.is Hér er hægt að kaupa aðgang að mörgum góðum verkefnum í íslensku fyrir útlendinga.
- Orðasafn íslensks framburðar - Þarna er hægt að hlusta á framburð íslenskra orða og spila leik! Hér þarf Flash Player.
- Að beygja íslenskar sagnir- á Verbix.
- 100 algengustu sagnorðin á Sagnavefnum. Góðar upplýsingar um hvernig maður notar orðin og hvað þau þýða.
- Orðasjóður - myndakassann sjálfan má kaupa hjá Menntamálastofnun, en verkefni með myndakassanum eru á netinu.
- 100 orð - gott til að bæta við sig orðaforða.
- Flexura - App til að læra nafnorð, sagnorð og tölur á íslensku.
- Isländisch Lernen - box með sagnorðum á íslensku, þýsku og ensku.
- Oksana kennir íslensku á Instagram
Lesefni fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku:
- Orð eru ævintýri - bók og vefsíða með verkefnum og æfingum. Gott til að bæta við orðaforðann.
- Árstíðir: Karítas Hrundar Pálsdóttir.
- Bækur eftir Kristínu Guðmundsdóttur: Nýjar slóðir, Óvænt ferðalag, Leiðin að nýjum heimi, Birtir af degi og Tólf lyklar (Panta hér)
- Þankaganga Myślobieg (1 og 2): Vala Thorsdóttir og Agnieszka Nowak (fyrir pólsk/íslensk börn)
- Sagnasyrpa: Stuttar sögur á íslensku, með verkefnum og æfingum. Gott fyrir nemendur sem eru að læra íslensku 4 og 5.
- Short stories in Icelandic (fyrir byrjendur): Olly Richards
- Leikjaland: 60 sögur á íslensku fyrir fólk sem er á stigi 2-3.
- Ylhýra.is Textar á íslensku fyrir útlendinga, með enskum þýðingum fyrir byrjendur og lengra komna.
- Íslenska fyrir börn: Kæra dagbók. Hægt er að hlusta á netinu, læra orð, leysa verkefni og fleira.
- Margar stuttar og einfaldar bækur fyrir börn á vef Menntamálastofnunar.
- 1000 fyrstu orðin. Góð bók fyrir íslensk börn, 2 ára og eldri, en einnig fyrir börn og fullorðna sem þurfa að bæta við sig orðaforða.
Samfélagið á Íslandi
- Á veturna eru Rauði krossinn og Mímir með Æfingin skapar meistarann - Practice makes perfect - í Mími, Höfðabakka 9 á laugardögum kl. 10-12. Þetta er vettvangur fyrir þá sem vantar meiri æfingu í að tala. Aðgangur er ókeypis en athugið að þetta er ekki ætlað algerum byrjendum.
- Íslenskuþorpið. Þetta er verkefni í Háskóla Íslands sem ætlað er til að búa til vettvang þar sem útlendingar geta æft sig að tala íslensku á ýmsum stöðum þar sem þeir fá tíma og tækifæri til að tjá sig.
- Fjölmenningarsetur - Upplýsingar fyrir útlendinga um íslenskt samfélag á átta tungumálum. Þarna er hægt að fá upplýsingar um túlka, húsnæði, peningamál, vinnu, skóla, heilsu og fleira.
- Samfélagsfræðsla - Upplýsingar um hvaða réttindi og skyldur íbúar hafa á Íslandi og hvernig kerfið okkar virkar. Gott fyrir alla útlendinga að skoða, en textinn er erfiður, þannig að gott er að rétta þeim hjálparhönd við að þýða á eigið tungumál.
- Borgarbókasafn Reykjavíkur er með mörg verkefni sem ætluð eru útlendingum og styðja við þá.
- Samtök kvenna af erlendum uppruna - eða Women in Iceland. Þessi samtök styðja konur af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á heimasíðunni þeirra, til dæmis um samfélagið, menntakerfið, úrræði fyrir þolendur ofbeldis og fleira.
- Söguhringur kvenna á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þetta er verkefni sem Borgarbókasafnið og Samtök kvenna af erlendum uppruna vinna saman. Þar hittast konur og segja sögur. Sumar segja sögur frá sínu landi og sumar segja frá sér. Þetta er gott tækifæri fyrir konur að hitta aðrar konur, hafa gaman af og læra og nota íslensku líka. Þarna eru upplýsingar á mörgum tungumálum um söguhringinn.
Verkefni frá mér
Á Quizlet.com má finna verkefni frá mér. Mikið fyrir íslensku 1 og 2 en líka smá fyrir íslensku 3. Kannski kemur meira inn seinna!
Veist þú um eitthvað fleira sem passar hér inn, eða er einhver tengill bilaður? Endilega láttu mig vita.