Lýsingarorðaverkefni
Breytið orðunum í rétt kyn. Skrifið það sem vantar.
Karlkyn (hann)
|
Kvenkyn (hún)
|
Hvorugkyn (það)
|
Lausnir (solutions)
Alltaf þegar við beygjum lýsingarorð þurfum við að skoða endinguna fyrst.
Orð í flokki (category) 1:
Pirraður - pirruð - pirrað
Slasaður - slösuð - slasað.
Orð í flokki 2:
Fótbrotinn - fótbrotin - fótbrotið
Fyndinn - fyndin - fyndið
feiminn - feimin - feimið
Orð í flokki 3 ("venjuleg")
Skemmtilegur - skemmtileg - skemmtilegt
svangur - svöng - svangt
langur - löng - langt
erfiður - erfið - erfitt (ð og t eru aldrei saman í endingum => ð breytist í t.)
Orð í flokki 4 (enda á s eða r):
stór- stór- stórt
frábær - frábær - frábært
hress - hress - hresst.
- Orð sem enda á -aður í karlkyni, enda alltaf á -uð í kvenkyni og -að í hvorugkyni.
- Orð sem enda á -inn í karlkyni, enda alltaf á -in í kvenkyni og -ið í hvorugkyni.
- Orð sem ekki enda á -aður eða -inn, enda venjulega á -ur í karlkyni. Þá búum við til kvenkyn með því að taka burt -ur endinguna og hvorugkyn með því að taka burt -ur og nota t í staðinn.
- Orð sem enda á -s eða -r eru eins og orð sem enda á -ur (nr 3) nema að karlkyn endar ekki á -ur, þannig að kvenkyn og karlkyn eru eins, en í hvorugkyni setjum við t eins og venjulega.
Orð í flokki (category) 1:
Pirraður - pirruð - pirrað
Slasaður - slösuð - slasað.
Orð í flokki 2:
Fótbrotinn - fótbrotin - fótbrotið
Fyndinn - fyndin - fyndið
feiminn - feimin - feimið
Orð í flokki 3 ("venjuleg")
Skemmtilegur - skemmtileg - skemmtilegt
svangur - svöng - svangt
langur - löng - langt
erfiður - erfið - erfitt (ð og t eru aldrei saman í endingum => ð breytist í t.)
Orð í flokki 4 (enda á s eða r):
stór- stór- stórt
frábær - frábær - frábært
hress - hress - hresst.